Minna álag, meiri afslöppun
Auðvitað mun það koma sér vel að stytta vinnuvikuna. Ég myndi eyða meiri tíma með fjölskyldunni, ég á átta mánaða barnabarn og myndi gjarnan vilja hafa meiri tíma með því, segir Brynhildur Jónsdóttir þjónusturulltrúi.
„Auðvitað mun það koma sér vel að stytta vinnuvikuna. Ég myndi eyða meiri tíma með fjölskyldunni, ég á átta mánaða barnabarn og myndi gjarnan vilja hafa meiri tíma með því,“ segir Brynhildur Jónsdóttir þjónustufulltrúi um hvernig hún ætlar að nota aukinn frítíma eftir að vinnuvikan verður stytt. „Svo myndi ég gjarnan vilja lengja helgina, geta farið fyrr í bústað og sloppið við umferðarteppurnar.“
Minna álag og meiri afslöppun
Gæðastundum fjölskyldna fjölgar með styttingu vinnuvikunnar og þáttakendur í verkefnum um styttingu vinnuvikunnar upplifðu sig afslappaðari og rólegri. Samskipti við vinnufélaga og fjölskyldumeðlima urðu betri. Minna álag á heimilið þýðir minni streita í samskiptum.
Dregur úr umferð á háannatíma
Fjölmörg rök eru fyrir því af hverju styttri vinnuvika getur stuðlað að jákvæðum umhverfisáhrifum. Í fyrsta lagi eru tengsl milli langrar vinnuviku og skaðlegra neysluvenja á umhverfið. Þá hefur stytting vinnuvikunnar það í för með sér að vinnudegi lýkur á ólíkum tímum sem dregur úr umferð á háannatíma og minnkar umferðateppur.