fbpx

Meiri orka fyrir heilsurækt

Það er oft svo lítill tími til að gera eitthvað eftir vinnu. Það væri mjög gott að fá stundum aðeins meiri tíma til að gera eitthvað með fjölskyldunni segir Haydeé Adriana Lira Nunez aðstoðarforstöðumaður á frístundaheimili.

Það er oft svo lítill tími til að gera eitthvað eftir vinnu. Það væri mjög gott að fá stundum aðeins meiri tíma til að gera eitthvað með fjölskyldunni,“ segir Haydeé Adriana Lira Nunez, aðstoðarforstöðumaður á frístundaheimili, um hvernig hún ætlar að nota aukinn frítíma eftir að vinnuvikan hefur verið stytt. „En það er líka dýrmætt að fá tíma fyrir sjálfa sig, til dæmis til að fara í stuttan göngutúr.

Meiri orka fyrir heilsurækt

Margir sem hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni nefna að það feli í sér mun meiri lífsgæði en þau áttu von á í byrjun. Einnig fundu starfsmenn að þeir hefðu meiri tíma fyrir sig sjálf og bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Enn fremur hafði fólk almennt meiri orku í félagslíf eða til að stunda heilsurækt.

Til viðbótar jókst almennt starfsánægja þátttakanda í verkefnum um styttingu vinnuvikunnar, sem smitaðist út í betri þjónustu.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Stytting lýðræðislegt samtal...

Lesa meira

Kaffipásur ekki á útleið...

Lesa meira

Fékk heilablóðfallþegar hann var einn á næturvakt...

Lesa meira