Stytting styrkir tungumálið
Íslensk tunga hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en meiri samvera fjölskyldunnar með styttri vinnuviku gæti styrt tungumálið. Þessa skoðun lét Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, í ljós þegar hann fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
Spjall frekar en snjalltæki
„Ekkert er jafn mikilvægt og samtal við fullorðið fólk til að byggja upp auðugt málkerfi og styrka málkennd barna. Og þess vegna er stytting vinnutímans eitt af því mikilvægasta sem við gætum gert til að styrkja íslenskuna að því tilskyldu að foreldrar verji auknum frítíma ekki í sínum eigin snjalltækjum heldur til samveru og samtals við börnin sín,“ sagði Eiríkur við afhendingu verðlaunanna.