Vantar jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Margir eiga í erfiðleikum með að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs, ekki síst foreldrar á vinnumarkaði. Möguleikar til að geta samþætt vinnuna, fjölskylduna og einkalífið eru mikilvægir fyrir velferð allra fjölskyldumeðlima. Ein leið til að stuðla að því er stytting vinnvikunnar.
Ísland í 33. sæti af 40
Sýnt hefur verið fram á að langur vinnutími getur haft neikvæð áhrif á heilsu, stefnt öryggi í hættu og aukið streitu. Á Íslandi er hlutfall þeirra sem vinnur mjög langa vinnuviku 15% sem er hærra en OECD-meðaltalið sem er 11%. Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Lengd og gæði frítíma eru mikilvæg fyrir velferð einstaklinga og geta stuðlað að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Því meira sem fólk vinnur, því minni tíma eyðir það í aðrar athafnir, svo sem samveru með vinum og fjölskyldu, áhugamál eða svefn.
Hér á landi ver fólk í fullu starfi færri stundum á hverjum degi í eigin umönnun, áhugamál og samveru með öðrum en flest önnur OECD ríki. Þessu getur styttri vinnutími breytt.
Nánar hér: http://www.oecdbetterlifeindex.org/topics/work-life-balance/