fbpx

Eigum við enga matar- og kaffitíma þegar vinnuvikan hefur verið stytt?

Misjafnt er á vinnustöðum hversu mikinn sveigjanleika fólk hefur. Þeir sem búa við mikinn sveigjanleika og geta staðið upp eða farið frá vinnu sinni án þess að leysa þurfi þau af halda þá svo til óbreyttu dagsskipulagi og taka sér stutt hlé eftir þörfum ásamt því að fá sér hádegismat. Þá verða hléin ekki tímasett og eru því sveigjanleg. Hjá öðrum hópum þarf að útbúa vinnutímaskipulag þar sem hléin eru tímasett eða sett fram með skýrum hætti hvernig þau geti brugðið sér frá í stutta stund til að nærast eða fara á salerni.